Sjónvarp ASÍ

Fjarfundir

Fjarfundur ASÍ - Deilihagkerfið kjarasamningur

Auglýsingar

Sandra og Mike #betrafaedingarorlof

Fæðingartíðni hefur aldreið verið lægri á Íslandi. Skerðingar á fæðingarorlofskerfinu hafa haft mikil áhrif. ASÍ og BSRB krefjast breytinga á fæðingarorlofskerfinu. Kröfurnar eru: Greiðslurverði óskertar upp að 300.000 kr. Hámarksgreiðslur verði 600.000 kr. og fæðingarorlof verði 12 mánuðir. Hver er þín reynsla? #betrafaedingarorlof

Auglýsingar

Kiddi og Una #betrafaedingarorlof

Fæðingarorlof á íslandi er mun styttra en á öllum hinum norðurlöndunum. ASÍ og BSRB krefjast breytinga á fæðingarorlofskerfinu. Kröfurnar eru: Greiðslurverði óskertar upp að 300.000 kr. Hámarksgreiðslur verði 600.000 kr. og fæðingarorlof verði 12 mánuðir. Hver er þín reynsla? #betrafaedingarorlof

Auglýsingar

Betra fæðingarorlof

Árið 2008 voru hámarksgreiðslur úr fæðingarolofssjóði að núvirði 760.000 kr. núverandi hámarksgreiðslur eru 370.000 kr.

Vinnan

Vinnan 2018 - Vottun í grænmetisræktun

Vefritið Vinnan ræðir við Knút Rafn Ármann grænmetisbónda í Friðheimum og verkalýðsforingjana Halldóru Sveinsdóttur og Gils Einarsson um nýja vottun sem kallast í lagi. Vottunin er staðfesting á því að þeir sem hana fá eru með allt sitt á hreinu gagnvart starfsfólki. Launamál, aðbúnað og starfsmannamál almennt.

Vinnan

Vinnan 2018 - Breytingar á vinnumarkaði

Halldór Oddsson lögfræðingur hjá ASÍ og Róbert Farestveit hagfræðingur hjá ASÍ hafa kynnt sér þær breytingar sem eru fyrirsjáanlegar á vinnumarkaði með fjórðu iðnbyltingunni.

Almennt

Maístjarnan

Á 100 ára afmæli Alþýðusambands Íslands (ASÍ) 12. mars 2016 framkvæmdu Lúðrasveit verkalýðsins, kvennakórarnir Hrynjandi og Katla auk meðlima í Karlakór Reykjavíkur magnaðan gjörning á göngum Hörpunnar í Reykjavík. Alls tóku 160 manns þátt. Lagið sem þau fluttu var Maístjarnan eftir Jón Ásgeirsson við texta Halldórs Laxness.

Vinnan

Vinnan 2019 - Samþætting vinnu og einkalífs

Margir upplifa mikið álag í nútímasamfélagi þar sem kröfurnar eru miklar og hlutverkin mörg. Vinnan hitti þær Þórkötlu Aðalsteinsdóttur, sálfræðing, og Ingibjörgu Loftsdóttur, sviðsstjóra hjá Virk endurhæfingarsjóði, sem gáfu góð ráð til þess að draga úr stressi og skerpa skilin milli vinnu og einkalífs.

Vinnan

Vinnan 2019 - Stytting vinnuvikunnar

Það ákvæði nýju kjarasamninganna sem vakið hefur hvað mesta athygli og umtal er stytting vinnuvikunnar. En hver er reynslan þeirra fyrirtækja og stofnana sem hafa gert tilraunir með styttingu vinnutímans?

Vinnan

Vinnan 2019 - Magnús í stjórn ILO

Magnús M. Norðdahl hrl., lögfræðingur ASÍ var í mars 2019 kjörinn í stjórn Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) fyrstur Íslendinga. Magnús var tilnefndur af norræna verkalýðssambandinu, NFS og einróma kjörinn af fulltrúum alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar til þessa embættis.

Var efnið hjálplegt?