Stefnumótun ASÍ í lífeyrismálum

Miðstjórn ASÍ samþykkti þann 20. febrúar 2013 nýja stefnu ASÍ í lífeyrismálum og málefnum lífeyrissjóðanna. Heildarendurskoðun á stefnu sambandsins hefur staðið yfir síðan síðan snemma árs 2010 þegar efnt var til víðtækrar umræðu og samráðs meðal aðildarsamtaka sambandsins sem tóku vikan þátt í stefnumótunarvinnunni. Niðurstöður þessarar samræðu eru áherslur hreyfingarinnar í lífeyrismálum til komandi ára, bæði hvað varðar uppbyggingu lífeyriskerfisins í heild sem og helstu samningsmarkmið í viðræðum við samtök atvinnurekenda og stjórnvöld. Einnig var í vinnunni horft til niðurstöðu úttektarnefndar sem skoðaði fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins 2008.

Tengd skjöl

Var efnið hjálplegt?