Aðildarfélög

Aðildarfélög ASÍ sinna margs konar þjónustu fyrir félagsmenn sína. Þau gera kjarasamninga þar sem kveðið er á um laun og önnur starfskjör félagsmanna. Þau leiðbeina um túlkun kjarasamninga og aðstoða launafólk við að sækja rétt sinn gagnvart atvinnurekendum, s.s. við innheimtu launa, viðurkenningu á áunnum réttindum og varðandi öryggis- og aðbúnaðarmál. Þau leiðbeina og aðstoða félagsmenn sína í samskiptum við opinberar stofnanir á sviði vinnumarkaðsmála, s.s. Atvinnuleysistryggingasjóð, Fæðingarorlofssjóð og Ábyrgðasjóð launa.

Var efnið hjálplegt?