Kjarasamningar 2015

Flóabandalagið, VR, LÍV, Stéttarfélags Vesturlands og Starfsgreinasambands Íslands skrifuðu undir nýja kjarasamninga 29. maí 2015 sem gilda til 2018. Þann 22. júní 2015 sömdu síðan iðnðaðarmannafélögin á svipuðum nótum við SA. Félagsmenn VM felldu sinn kjarasamning í atkvæðagreiðslu í júlí og það sama gerðu þrjú af sjö félögum innan Rafiðnaðarsambandsins.

Almennt hækka kauptaxtar um 25.000 kr 1. maí 2015 og 15.000 1. maí 2016. 

Grunnhækkun launa við gildistöku samningsins er 7,2% fyrir starfsmann sem er með 300.000 kr. laun eða lægri og hóf störf hjá launagreiðanda 1. febrúar 2014 eða fyrr. Grunnhækkun launa starfsmanns sem er með hærri laun en 300.000 kr. fer stiglækkandi þannig að hún lækkar í jöfnum skrefum frá 300.000 kr. niður í 3,2% hjá starfsmanni með 750.000 kr. laun. Frá grunnhækkun dregst önnur sú launahækkun sem starfsmaður hefur fengið eftir 2. febrúar 2014. Hækkun launa og launatengdra liða samkvæmt ákvæði þessu getur aldrei verið lægri en 3,2%.

1. maí 2016 
Launaþróunartrygging er 5,5%, að lágmarki kr. 15 þúsund. Frá grunnhækkun dregst önnur sú launahækkun sem starfsmaður hefur fengið frá 2. maí 2015 til 30. apríl 2016. 

1. maí 2017 
Almenn hækkun er 3%
Launataxtar hækka um 4,5%  

1. maí 2018 
Almenn hækkun er 2%
Launataxtar hækka um 3% 

Kjarasamningarnir eru endurskoðaður í febrúar 2016 og febrúar 2017. Samningarnir hvíla á þremur meginforsendum sem eru að kaupmáttur launa aukist á samningstímanum, að launastefna hans verði stefnumarkandi fyrir aðra kjarasamningagerð og að fullar efndir verði á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við samninginn.

Kjarasamningur VR við Samtök atvinnulífsins

Kjarasamningur Starfsgreinasambands Íslands við Samtök atvinnulífsins

Kjarasamningur Flóabandalagsins við Samtök atvinnulífsins

Kjarasamningur Landssambands íslenskra verzlunarmanna og VR við Samtök atvinnulífsins

Kjarasamningur Samiðnar við SA 

Kjarasamningur Matvís við SA

Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands við SA

Kjarasamningur Grafíu - stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum við SA

Var efnið hjálplegt?