Skrifstofa

Skipting skrifstofu ASÍ í málefnasvið birtir áherslur í starfi sambandsins:

Málefnasvið

Starfsfólk eftir deildum

Hvaða starf er unnið á skrifstofu ASÍ? 

Hagdeild ASÍ birtir hagspá um stöðu og þróun efnahagsmála þrisvar á ári og verðbólguspá eins oft og þurfa þykir. Í deildinni eru rannsóknir unnar og leitast við að skapa nýja þekkingu. Dæmi um þetta er þróun haglíkans og samanburður á launakostnaði hér á landi og í nágrannalöndunum. Verðlagseftirlit ASÍ kannar reglulega verð á matvöru og ýmiskonar þjónustu í þeim tilgangi að efla neytendavitund og ekki síður til að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald. Hagdeildin stendur fyrir opnum fundum um atvinnumál og starfsmenn hennar eiga sæti í opinberum nefndum um velferðar- og lífeyrismál.

Var efnið hjálplegt?