Samstarf

Alþýðusamband Íslands er virkur þátttakandi í alþjóðastarfi. Þátttaka ASÍ endurspeglar hvoru tveggja alþjóðlegan uppruna samtaka launafólks og ört vaxandi mikilvægi alþjóðastarfs fyrir verkalýðshreyfinguna og félagsmenn hennar.

Alþjóðavæðingunni með auknum viðskiptum og samskiptum á öllum sviðum fylgja ný úrlausnarefni, hættur en einnig tækifæri fyrir samtök launafólks. Aukið samstarf Evrópuríkja og þátttaka Íslands í EES með sameiginlegum vinnumarkaði Evrópuríkja og löggjöf og samstarf á fjölmörgum sviðum er mikilvægur þáttur í þessari þróun. Með þátttöku sinni á alþjóðavettvangi tekur ASÍ þátt í umræðu, stefnumótun og ákvarðanatöku á alþjóðavísu, nýtir þekkingu og reynslu úr alþjóðlegu starfi og árangur alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar fyrir íslenskt launafólk, og leggur sitt af mörkum til að efla alþjóðlega samstöðu launafólk og styður uppbyggingarstarf og réttindabaráttu í þróunarríkjunum.

Samstarf á vettvangi Norðurlandanna var lengi vel þungamiðjan í alþjóðastarfi ASÍ. Á undanförnum árum hefur samstarf á Evrópuvettvangi vaxið mjög, einkum eftir að Ísland gerðust aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Þá hefur verið lögð vaxandi áhersla á starf að réttindamálum launafólks á alþjóðavísu.

Samstarfið innan Norræna verkalýðssambandsins, NFS, og á vettvangi Evrópusambands verkalýðsfélaga, ETUC, eru í dag þungamiðjan í starfi ASÍ á vettvangi alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar. ASÍ er einnig aðili að Alþjóðasambandi verkalýðsfélaga, ITUC. Auk norræna samstarfsins í NFS er ASÍ aðili að samstarfi verkalýðshreyfingarinnar í Norður-Atlantshafi, VN, ásamt samtökum launafólks á Grænlands og í Færeyja. Þá á ASÍ aðild að SAMAK, samstarfsnefnd alþýðusambandanna og jafnaðarmannaflokkanna á Norðurlöndunum. Loks má nefna að ASÍ á aðild að TUAC,ráðgjafarnefnd verkalýðshreyfingarinnar á vettvangi OECD.

Auk samstarfs á vettvangi alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar á ASÍ aðild að samstarfi aðila vinnumarkaðarins í EFTA-ríkjunum á vettvangi Ráðgjafarnefndar EFTA og með Efnahags- og félagsmálanefnd Evrópusambandsins, EESC, í Ráðgjafarnefndar EES. Þá er ASÍ virkur þátttakandi í starfi AlþjóðavinnumálastofnunarinnarILO, sem fulltrúi íslensks launafólks.

Var efnið hjálplegt?