Fræðsla

MFA fræðsludeild ASÍ veitir stéttarfélögum þjónustu varðandi uppbyggingu fræðslu og hvernig þau geta nýtt sér hana til að efla og móta starf þeirra. Fræðsludeildin rekur Félagsmálaskólann og er deildarstjóri jafnframt skólastjóri hans.

Fræðsluráðgjöf

Einstök félög geta fengið ráðgjöf um fræðslu og námskeið með hliðsjón af þörfum og kringumstæðum félaganna. Ráðgjöfin miðar að því að styrkja talsmenn stéttarfélaganna, efla innra starf félaga og samskipti út á við. Tekið er mið af aðstæðum á vinnumarkaði og í samfélaginu hverju sinni. Form, staðsetning og tímalengd námskeiða er hluti af ráðgjöfinni. Einnig getur MFA gert ítarlega þarfagreiningu á fræðslustarfi fyrir einstök félög til að móta starf og stefnu félagsins.

Hönnun námskeiða

Námskeið eru skipulögð í samvinnu við félögin. Ákveðnir eru námsþættir og áherslur sem talin eru mikilvæg fyrir félögin hverju sinni.

Námskeiðahald

Á haust- og vorönn eru námskeið í boði sem eru opin öllum. Námsframboð er miðað við aðstæður og þarfir hverju sinni. Einnig geta félög pantað einstök námskeið fyrir sitt félag. Gerð hefur verið námskrá fyrir trúnaðarmenn og geta félögin pantað námsþætti úr henni. Eins eru námskeið fyrir starfs- og stjórnarmenn í boði.

Útgáfustarfsemi

Áhersla er lögð á útgáfu náms- og fræðsluefnis. Áhersla er lögð á vefnám fyrir talsmenn sem eru opin öllum. Efni sem gefið hefur verið út er í sífelldri endurskoðun og breytt og bætt eins og þurfa þykir.

Var efnið hjálplegt?