Menntamál

Mikilvægi þekkingar eykst stöðugt; fyrir einstaklinga – fyrirtæki og samfélagið – þekkingarsamfélagið. Uppbygging þekkingar eykur hæfni einstaklinga á vinnumarkaði og nýtist þannig þeim, atvinnulífinu og samfélaginu öllu. Menntun í atvinnulífinu er því sameiginlegt hagsmuna­mál og viðfangsefni samtaka launafólks og atvinnurekenda. Þar hafa stjórnvöld einnig skyldum að gegna.

 

Áherslur ASÍ:

 • Menntun í atvinnulífinu er sameiginlegt hagsmunamál og viðfangsefni launafólks og atvinnurekenda enda eykst mikilvægi hennar stöðugt, fyrir einstaklingana, fyrirtækin og samfélagið í heild.
 • Menntun er ævistarf – krafa um endurnýjun og viðhald þekkingar – símenntun.
 • Mikilvægt er að samtök launafólks taki virkan þátt í mótun og framkvæmd menntunar.
 • Leggja skal áherslu á að reynsla og hæfni sé metin til styttingar á námi.
 • Efla þarf félagsmálafræðslu og menntun til að auka þekkingu og hæfni forystumanna og starfsmanna verkalýðshreyfingarinnar.
 • Um leið og byggt er upp lifandi grunnmenntakerfi sem gefur öllu ungu fólki tækifæri til að búa sig undir líf og starf verður að tryggja fólki á vinnumarkaði rétt og aðstæður til að sækja sér endur- og eftirmenntun.
 • Tryggja þarf nýbúum á Íslandi skilyrði til að taka virkan þátt í íslensku samfélagi og vinnumarkaði. Leggja skal áherslu á að nýbúum standi til boða kennsla í íslensku og réttindum og skyldum á vinnumarkaði.

Helstu verkefni ASÍ eru að:

 • Vera virkur þátttakandi í umræðunni í samfélaginu um mikilvægi menntunar og kynna sjónarmið samtaka launafólks.
 • Vera lifandi vettvangur fyrir skoðanaskipti stefnumótun og upplýsingamiðlun verklýðshreyfingarinnar um sameiginlega þætti menntamála og koma fram fyrir hönd aðildarsamtaka sinna gagnvart stjórnvöldum og samtökum atvinnurekenda í sameiginlegum málum.
 • Vera lifandi vettvangur þar sem aðildarsamtökin miðla af reynslu og þekkingu hvert til annars og samræma sjónarmið sín og aðgerðir.
 • Afla og miðla upplýsingum til aðildarfélaganna um stöðu og þróun menntamála á alþjóðavettvangi í gegnum alþjóðlega hreyfingu launafólks og í samstarfi við stjórnvöld, menntastofnanir og samtök atvinnurekenda.
 • Efla fræðslu og þjálfun þeirra sem gegna trúnaðarstörfum fyrir verkalýðshreyfinguna.
 • Að beita sér fyrir sérstökum aðgerðum stjórnvalda til að treysta stöðu fólks á vinnumarkaði með litla formlega menntun. – Ný tækifæri til náms.
 • Vinna að því að réttur launafólks til aðgangs að símenntun og tækifæri til að nýta sér hana verði tryggð.

Var efnið hjálplegt?