Stefna

Alþýðusamband Íslands er heildarsamtök launafólks á Íslandi og beitir sér fyrir velferð og lífsgæðum landsmanna. Það berst fyrir bættum kjörum, jöfnum rétti, sömu launum fyrir jafnverðmæt störf og leggur sérstaka áherslu á jafnan rétt óháð kyni, búsetu og þjóðerni. Samtökin gera þá kröfu til íslensks velferðarsamfélags að þar njóti allir sömu tækifæra til menntunar og heilbrigðisþjónustu. ASÍ vill stuðla að öflugu og alþjóðlega samkeppnishæfu atvinnulífi sem gefur launafólki tækifæri til símenntunar og starfsþroska. Samtökin beita sér ennfremur fyrir því að verðmætasköpun atvinnulífsins skiptist með réttlátum hætti og skipi um leið íslensku samfélagi í fremstu röð á meðal þjóða heims.

Öll stefnumál í stafrófsröð

Tengt efni

Var efnið hjálplegt?