Útgáfa

Alþýðusamband Íslands gefur út á hverju ári mikið af efni tengt vinnumarkaðinum og hagsmunamálum launafólks.

Af útgefnu efni ber Skýrslu forseta Alþýðusambandsins hæst en þar er um ársskýrslu ASÍ að ræða þar sem greint er frá starfi Alþýðusambands Íslands í stóru og smáu síðustu 12 mánuði. Skýrsla forseta kemur út í október ár hvert.

Árið í hnotskurn er myndskreyttur bæklingur í stærðinni A4 þar sem stiklað er á því allra helsta í starfi ASÍ síðustu 12 mánuði.

Vinnan, tímarit Alþýðusambandsins hefur frá 2018 komið út sem vefrit en útgáfa blaðsins hefur verið nær óslitin frá árinu 1943. 

Bæklingar um réttindi á vinnumarkaði koma reglulega út og þá gjarnan á nokkrum tungumálum.

Var efnið hjálplegt?