Kjarasamningar

Kjarasamningur er skriflegur samningur sem gerður er milli stéttarfélags annars vegar og atvinnurekanda, félags atvinnurekanda eða sambands atvinnurekenda hins vegar um kaup og kjör og nær til allra þeirra launamanna sem vinna á félagssviði stéttarfélagsins. Kjarasamningur kveður á um laun, vinnutíma, yfirvinnu, orlof, veikindarétt, uppsagnarrétt og fleiri atriði sem snerta kjör fólks.

Í öllum ráðningarsamningum þarf að koma fram hvaða kjarasamningur gildir um starfið. Þau atriði sem ekki er fjallað um í ráðningarsamningum er fjallað um í kjarasamningnum. Ef þú ert ekki klár á hver starfskjör þín eigi að vera er nauðsynlegt að afla sér upplýsinga um kjarasamninginn annað hvort með því að kynna sér efni hans, tala við trúnaðarmann á vinnustað eða leita til stéttarfélagsins. Laun og starfskjör þín mega aldrei vera lakari en kveðið er á um í kjarasamningi.

Var efnið hjálplegt?