Mansal, misneyting og eftirlitshlutverk stéttarfélaganna

Hluti af starfsdögum eftirlitsfulltrúa 

Hótel Keflavík

Ýmsar blikur eru á lofti á íslenskum vinnumarkaði um þessar mundir. Mikill gangur í ferðaþjónustu, lágt atvinnuleysisstig og vísbendingar um þenslu í hagkerfinu leiða að því að eftirspurn eftir starfsfólki í mannaflafrekar starfsgreinar er og verður mikil á næstu mánuðum. Því miður eru til atvinnurekendur, hér á landi sem og annars staðar, sem leita allra leiða til að fá sem ódýrast vinnuafl og skeyta litlu um aðbúnað eða aðstæður starfsfólksins. Ákveðnir hópar á vinnumarkaði eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir misneytingu og þar má nefna aðflutt starfsfólk, flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd.  

Á fundinum verður fjallað um einkenni vinnumansals, hópa sem eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir mansali og misneytingu á vinnumarkaði og hvers konar aðstæður geta skapað jarðveg fyrir slík brot. Þá fáum við innsýn í nýlega sakfellingu í vinnumansali en það jafnframt fyrsta sakfelling í vinnumansali á Íslandi. 

Þriðjudagur 24. maí

12:00     Hádegisverður 

13:00     Fundur hefst

13:05     Einkenni mansals og misneytingar á vinnumarkaði

Drífa Snædal, forseti ASÍ

13:30     Viðkvæmir hópar 

Jaðarsetning austur-evrópska karla á Íslandi, Aleksandra Leonardsdóttir, ASÍ 

Umsækjendur um alþjóðlega vernd, Qussay Odeh, túlkur og verkefnastjóri 

Úkraína og fjöldaflótti, Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri 

14:10     Dæmi úr verkalýðshreyfingunni

15:00     Kaffihlé

15:10     Aðstæður í atvinnugreinum og áhætta á misneytingu

Sara S. Öldudóttir, ASÍ

15:30     Fyrsta sakfelling í vinnumansali á Íslandi

Alda Hrönn Jóhannsdóttir, lögreglunni á Suðurnesjum

Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari 

16:40     Stuðningur við þolendur mansals

Jenný Kristín Valberg, Bjarkarhlíð

17:00     Fundi slitið

17:15     Drykkur á Listasafni Reykjanesbæjar

Forsýning og leiðsögn um sýningu í uppsetningu.