Sjónvarp ASÍ

Sagan

Verkalýðsbaráttan á Íslandi - Sagan og lærdómurinn (5. þáttur)

Hér er saga verkalýðsbaráttunnar á Íslandi sögð af fólkinu sem gerst þekkir til hennar, en í þessum fimmta og síðasta þætti er lögð áhersla á framtíð verkalýðsbaráttunnar. Umsjón Sigmundur Ernir Rúnarsson. Þáttur unninn af Hringbraut í samvinnu við ASÍ á vordögum 2018.

Sagan

Verkalýðsbaráttan á Íslandi - Almannatryggingar (4. þáttur)

Hér er saga verkalýðsbaráttunnar á Íslandi sögð af fólkinu sem gerst þekkir til hennar, en í þessum fjórða þætti er lögð áhersla á almannatryggingakerfið. Umsjón Sigmundur Ernir Rúnarsson. Þáttur unninn af Hringbraut í samvinnu við ASÍ á vordögum 2018.

Sagan

Verkalýðsbaráttan á Íslandi - Jafnréttismál (3. þáttur)

Hér er saga verkalýðsbaráttunnar á Íslandi sögð af fólkinu sem gerst þekkir til hennar, en í þessum þriðja þætti er lögð áhersla á jafnréttisbaráttuna. Umsjón Sigmundur Ernir Rúnarsson. Þáttur unninn af Hringbraut í samvinnu við ASÍ á vordögum 2018.

Sagan

Verkalýðsbaráttan á Íslandi - Vinnuréttur (2. þáttur)

Hér er saga verkalýðsbaráttunnar á Íslandi sögð af fólkinu sem gerst þekkir til hennar, en í þessum öðrum þætti er lögð áhersla á samnings- og vinnuréttinn í gegnum tíðina. Umsjón Sigmundur Ernir Rúnarsson. Þáttur unninn af Hringbraut í samvinnu við ASÍ á vordögum 2018.

Sagan

Verkalýðsbaráttan á Íslandi - Húsnæðismál (1. þáttur)

Hér er saga verkalýðsbaráttunnar á Íslandi sögð af fólkinu sem gerst þekkir til hennar, en í þessum fyrsta þætti er lögð áhersla á húsnæðismálin í áranna rás. Umsjón Sigmundur Ernir Rúnarsson. Þáttur unninn af Hringbraut í samvinnu við ASÍ á vordögum 2018.

Sagan

ASÍ - samtök í 70 ár

Mynd þessi var gerð í tilefni af 70 ára afmæli Alþýðusambands Íslands 12. mars 1986. Hún sýnir uppbyggingu og stefnu þessara stærstu heildarsamtaka íslensks launafólks og gefur nokkra hugmynd um helstu verkefni samtakanna á þeim tíma þegar hún var gerð. Myndin var m.a. ætluð til kynningar í skólum og til afnota fyrir verkalýðsfélög.

Sagan

Áramótaauglýsing ASÍ 2015-16

Á áramótum minnist ASÍ 100 ára sögu sinnar og stærstu sigra í þessari sjónvarpsauglýsingu.

Sagan

ASÍ 100 ára - hátíðartónleikar í Eldborg 12. mars 2016 (fyrir hlé)

Þann 12. mars 2016 hélt Alþýðusamband Íslands (ASÍ) upp á 100 ára afmæli sitt. Boðið var upp á fjölskyldudagskrá og veitingar í Hörpu um daginn en um kvöldið var haldin hátíðarsamkoma í Eldborgarsalnum. Þar komu fram hljómsveitirnar Mammút, Valdimar, Mannakorn, Retro Stefson, Lúðrasveit verkalýðsins og Hundur í óskilum. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ hélt stutta ræðu en kynnar voru þær Halldóra Geirharðsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Rúv tók viðburðinn upp og sendi út klukkutíma þátt að kvöldi 1. maí 2016.

Sagan

ASÍ 100 ára - hátíðartónleikar í Eldborg 12. mars 2016 (eftir hlé)

Þann 12. mars 2016 hélt Alþýðusamband Íslands (ASÍ) upp á 100 ára afmæli sitt. Boðið var upp á fjölskyldudagskrá og veitingar í Hörpu um daginn en um kvöldið var haldin hátíðarsamkoma í Eldborgarsalnum. Þar komu fram hljómsveitirnar Mammút, Valdimar, Mannakorn, Retro Stefson, Lúðrasveit verkalýðsins og Hundur í óskilum. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ hélt stutta ræðu en kynnar voru þær Halldóra Geirharðsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Rúv tók viðburðinn upp og sendi út að kvöldi 1. maí 2016.

Sagan

ASÍ 100 ára - Hundur í óskilum

Þann 12. mars 2016 hélt Alþýðusamband Íslands (ASÍ) upp á 100 ára afmæli sitt. Tvíeykið Hundur í óskilum setti að því tilefni saman verkalýðskabarett þar sem stiklað var á atburðum í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Sýningin fór fram í Kaldalóni í Hörpu.

Var efnið hjálplegt?