Sjónvarp ASÍ

Almennt

Maístjarnan

Á 100 ára afmæli Alþýðusambands Íslands (ASÍ) 12. mars 2016 framkvæmdu Lúðrasveit verkalýðsins, kvennakórarnir Hrynjandi og Katla auk meðlima í Karlakór Reykjavíkur magnaðan gjörning á göngum Hörpunnar í Reykjavík. Alls tóku 160 manns þátt. Lagið sem þau fluttu var Maístjarnan eftir Jón Ásgeirsson við texta Halldórs Laxness.

Almennt

Aðstæður kvenna á vinnumarkaði - Erlend vinnukona á íslensku hóteli 2018

Aðstæður kvenna á vinnumarkaði - erlend vinnukona á íslensku hóteli 2018. Esther Talía Casey flytur texta Yrsu Þallar Gylfadóttur byggða á #Metoo-frásögnum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Atriði flutt á þingi ASÍ kvennafrídaginn 24. október 2018 Þing ASÍ 2018.

Almennt

Verkakona árið 1975

Aðstæður kvenna á vinnumarkaði - verkakona árið 1975 Ragnheiður Steindórsdóttir flytur texta Yrsu Þallar Gylfadóttur byggða á heimildum frá Kvennasögusafni.

Almennt

Vinnukona úr sveit á 19. öld

Aðstæður kvenna á vinnumarkaði - Vinnukona úr sveit á 19. öld. Aldís Amah Hamilton flutti texta Yrsu Þallar Gylfadóttur byggða á heimildum frá Kvennasögusafni. Atriði flutt á þingi ASÍ kvennafrídaginn 24. október 2018.

Almennt

Umhverfisleg sjálfbærni, fyrirtæki og starfsmenn

Umhverfisleg sjálfbærni, fyrirtæki og starfsmenn. Fyrirlestur Dr. Láru Jóhannsdóttir á morgunverðarfundi ASÍ um loftslagsbreytingar og almannahag 14. maí 2014.

Almennt

Vertu á verði

Henný Hinz ræðir um vefsíðuna, Vertu á verði, sem gefur almenningi kost á að tilkynna opinberlega um óeðlilegar verðhækkanir. Viðtalið var tekið 20. júní 2013.

Almennt

Við hækkum ekki!

Henny Hinz hagfræðingur segir frá átakinu Við hækkum ekki sem sett var á fót í byrjun janúar 2014 til að koma í veg fyrir verðhækkanir og styðja þannig við nýgerða kjarasamninga. Svarti listinn vakti sérstaka athygli.

Almennt

Nýtt félagslegt húsnæðiskerfi

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ræðir um hugmyndir sem ASÍ hefur kynnt um nýtt félagslegt húsnæðiskerfi, útfærslu og kostnaðarmat.

Almennt

Pattstaða í kjaraviðræðum

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ fer yfir stöðuna í kjaraviðræðunum 13. desember 2013 eftir að slitnaði upp úr viðræðunum við SA.

Almennt

Tekjuskipting - skiptir hún máli?

Ásmundur Stefánsson hagfræðingur og fyrrverandi forseti ASÍ með fyrirlestur um tekjuskiptingu þar sem hann sýnir fram á að tekjujöfnun í þjóðfélaginu dregur ekki úr hagvexti. Reykjavík 7. maí 2014.

Var efnið hjálplegt?