„Never work alone“ ný skýrsla ITUC um nauðungarvinnu og mansal

Fjölgun farandverkamanna frá þriðja heims löndum er orðið alvarlegt vandamál í Evrópu. Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) hefur gefið út bæklinginn Never Work alone, til upplýsingar fyrir verkalýðsfélög til að herða þau í baráttunni gegn nútíma þrælahaldi og mansali. En það er er einmitt sú staða sem arðrændir farandverkamenn eru í. Eftir efnahagshrunið í heiminum 2008 hefur þeim fjölgað til muna í Evrópu. 

Ný skýrsla sýnir að misnotkun á farandverkamönnum hefur aukist auk þess sem þeir eru oft á tíðum látnir vinna við skelfilegar aðstæður. Gegn þessu verður að berjast, segir Sharan Burrow framkvæmdastjóri ITUC. Hún segir það skelfilegt að árið 2011 séu milljónir manna í nauðungarvinnu. Á þingi ITUC í Vancouver á síðasta ári var lögð rík áhersla á að uppræta aukið mansal, þrælahald og aðra misnotkun tengda hnattvæðingunni, þar sem þeir verkamenn sem veikast standa í heiminum þurfa upplifa misnotkun af versta tagi.

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.

Tengdar fréttir