Listasafn ASÍ fær styrk úr Barnamenningarsjóði

Listasafns ASÍ er á meðal þeirra 36 aðila sem fengu nýverið úthlutað styrkjum úr Barnamenningarsjóði. Listasafn ASÍ fær veglegan styrk fyrir verkefnið KJARVAL Á KERRU sem felst í því að farið er með eitt af elstu listaverkunum í eigu safnsins í skóla víðsvegar um landið. Nemendurnir skoða verkið og læra um listamanninn og tilurð verksins. Þeir túlka síðan verkið með sínum aðferðum, s.s. hreyfimyndagerð, tónlist, dansi, myndbandsgerð eða innsetningu. Búnar eru til heimildarmyndir um hvert verkefni fyrir sig til birtingar á heimasíðu safnsins.

Auk styrksins úr Barnamenningarsjóði hefur verkefnið KJARVAL Á KERRU verið valið til að taka þátt í listviðburðadagskrá fyrir grunnskólanemendur starfsárið 2019-20 á vegum LIST FYRIR ALLA.

Ljósmynd: Vinnuskólabörn á Blönduósi vinna myndbandsverk innblásið af málverki Jóns Stefánssonar, Hestur í jökulvatni.