Enn um laun forseta ASÍ

Í umfjöllun Stundarinnar í dag um launakjör formanna verkalýðsfélaga er gefið í skyn að laun forseta ASÍ hafi hækkað langt umfram almenna launaþróun frá því að Gylfi Arnbjörnsson tók við embættinu af Grétari Þorsteinssyni í október 2008. Er þar horft til þróunar launa forseta ASÍ frá árinu 2000 til 2016. Meðfylgjandi tafla sýnir að þetta er ekki rétt.

Taflan og myndin hér fyrir neðan voru búnar til vegna fyrirspurnar Upplýsinga- og rannsóknarþjónustu Alþingis í ágúst 2016 um launaþróun forseta ASÍ sem sett var í samhengi við meginhópana á vinnumarkaði. Hér er svo bætt við upplýsingum um árið 2016 sem Hagstofa Íslands vann í febrúar 2017.