Ársfundur Vinnumálastofnunar

Ársfundur Vinnumálastofnunar verður haldinn föstudaginn 9. nóvember nk. á Hótel Nordica kl. 13:00-14:00. Fundurinn er öllum opinn.

 Dagskrá:

   Setning fundar - Hrannar B. Arnarsson, formaður stjórnar Vinnumálastofnunar
   Ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra
   Ársskýrsla Vinnumálastofnunar, Gissur Pétursson forstjóri
   Hlutverk vinnumarkaðsráða, Halldór Grönvold fulltrúi ASÍ í stjórn Vinnumálastofnunar

Í framhaldi af ársfundinum hefst vinnufundur Vinnumálastofnunar með fulltrúum í Vinnumarkaðsráðum og stendur hann fram eftir degi. Annars vegar munu þá fulltrúar frá einstökum tilnefningaraðilum bera saman bækur sínar og í framhaldinu munu vinnumarkaðsráð hvers umdæmis funda um þau verkefni sem framundan eru.

Tengdar fréttir