Alþjóðlegi verkalýðsháskólinn auglýsir eftir nemum

Alþjóðlegi verkalýðsháskólinn (The Global Labour University) stendur fyrir sex mánaða háskólanámi fyrir fólk innan verkalýðshreyfinga víða um lönd næsta sumar. Námið hefst 15. maí 2013 en umsóknarfrestur er til 15. desember nk. Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) er helsti bakhjarl skólans. 

Áherslan í náminu er á alþjóðavæðingu, launastefnur, hagfræði, sjálfbærni og alþjóðlegan vinnurétt svo eitthvað sé nefnt. Um er að ræða þriggja mánaða háskólanám sem hægt er að stunda í Berlín, Suður-Afríku, Brasilíu eða Indlandi auk 10 vikna starfsnáms. Námið fer fram á ensku.
 
Umsækjendur verða að vera yngri en 40 ára og er kvenfólk sérstaklega hvatt til að sækja um. Hægt er að sækja um styrki til ILO vegna þessa náms.
 
Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu skólans.