Velferð

- sköpum grundvöll fyrir jöfn tækifæri

Við skipum okkur í hóp með öðrum norrænum ríkjum þar sem hvað mestur jöfnuður ríkir milli samfélagshópa. Almenn samfélagssátt hefur verið um að tryggja með opinberri fjármögnun velferðarkerfisins félagslegt og fjárhagslegt öryggi íbúanna. Jöfn tækifæri allra til samfélagsþátttöku eru tryggð með aðgengi að grunnþjónustu velferðarkerfisins, tækifærum til menntunar og heilbrigðisþjónustu í samræmi við þarfir. Vísbendingar eru um vaxandi ójöfnuð í okkar samfélagi sem birtist í því að stórir hópar verð útundan og dragast aftur úr í lífskjörum og tækifærum.

OECD hefur m.a. lýst áhyggjum sínum af því að vaxandi ójöfnuður í vestrænum ríkum ógni efnahagslegum vexti og velferð og bent á að eina leiðin til að vinna gegn aukinni misskiptingu sé að stjórnvöld í ríkjunum horfi í auknum mæli til aðgengis að góðri menntun, heilbrigðisþjónustu og öðrum innviðum.

Nánar hér

Ályktanir 3. þings ASÍ-UNG - umræðuskjal

22 ályktanir aðildarfélaga ASÍ vegna fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar