Kaup og kjör

- sköpun verðmæta til að ná fram jöfnuði

Það er heldur að birta til í íslensku efnahagslífi. Spáð er ágætum hagvexti í ár og næstu tvö árin og bata vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir að stöfum fjölgi og atvinnuleysi minnki þó það verði áfram sögulega mikið. Hætta er á að verðbólga fari vaxandi og fari yfir markmið Seðlabanka Íslands á næsta ári sem aftur kallar á hækkun vaxta. Þrátt fyrir ágæta hagvaxtarspá er það áhyggjuefni að hagvöxturinn verður að of miklu leyti drifinn áfram af vaxandi einkaneyslu en ekki aukinni verðmætasköpun.

Þó að hagkerfið sé heldur að rétta úr kútnum stöndum við frammi fyrir mörgum óleystum verkefnum í hagstjórninni. Skuldastaða landsins við útlönd er erfið og ekki er til gjaldeyrir til að standa undir erlendum greiðslum nema það takist að endurfjármagna hluta af skuldum opinberra aðila á erlendum fjármálamörkuðum. Gjaldeyrishöft eru við lýði og litlar líkur á að þeim verði aflétt á næstu misserum eða árum. Þá er óljóst hvaða stefnu við ætlum að taka í peninga- og gjaldmiðilsmálum.

Nánar hér.

Stöðvum svindl á ungu launafólki! (ályktun ASÍ-UNG) - umræðuskjal


Hluthafa- og launastefna lífeyrisjóðanna - umræðuskjal