Afskipti lögreglu

Í 24. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 segir að lögreglu sé óheimilt að hafa önnur afskipti af vinnudeilum en að halda þar, eins og annars staðar, uppi friði og afstýra skemmdum, meiðslum og vandræðum.


Fræðimenn hafa haldið því fram að þar sem verkfallsvarsla sé skilin undan valdsviði lögreglunnar sé þessi angi réttarvörslu heimill jafnt verkfallsvörðum sem öðrum, svo framarlega sem ekki þurfi að beita valdi.

Var efnið hjálplegt?