Verkföll

Lögin um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 gera ráð fyrir því að stéttarfélag geti ákveðið verkfall til að ná fram kjarasamningi. Um ákvörðun og tilkynningu verkfalla eru settar reglur í 15. og 16. gr. laganna, og hefur Félagsdómur í dómum sínum gert ríkar kröfur til þess að þeim formreglum sé fullnægt. Í lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur er ekki að finna nein ákvæði um hina eiginlegu framkvæmd.

Undantekningin er 18. gr. laganna, sem segir að þegar vinnustöðvun hefur verið löglega hafin, sé þeim, sem hún að einhverju leyti beinist gegn, óheimilt að stuðla að því að afstýra henni með aðstoð einstakra meðlima þeirra félaga eða sambanda, sem að vinnustöðvuninni standa. Ákveðnar venjur hafa mótast um framkvæmdina og einnig hafa dómstólar með dómafordæmum skýrt hvað heimilt er í þessum efnum.

Tengt efni

Var efnið hjálplegt?