Vinnustöðvanir

Hagsmunaágreiningur sem verður milli samtaka launafólks og atvinnurekenda getur með löglegum hætti leitt til vinnustöðvunar. Réttur til þess að beita slíkri aðgerð telst vera meginregla íslensks réttar og sætir þeim takmörkunum einum sem greindar eru í lögum. Undantekningar frá þessari meginreglu ber að túlka þröngt sbr. t.d. Félagsdóm 9/2000.

Tengt efni

Var efnið hjálplegt?