Orlofssjóður

Orlofssjóður
Orlofssjóður eða orlofsheimilasjóður stendur undir kaupum og rekstri á orlofshúsum stéttarfélaga.  Einnig styrkja orlofssjóðir margra stéttarfélaga félagsmenn sína við kaup á orlofsferðum innanlands og utan. Samkvæmt flestum kjarasamningum er framlag atvinnurekanda til orlofssjóða 0,25% af   útborguðu kaupi verkafólks. Greiðsluskylda til orlofssjóðs byggir á kjarasamningum en er einnig lögbundin sbr. 6.gr. laga nr. 55/1980

Iðgjaldagreiðslur atvinnurekenda til sjúkra- og orlofssjóða njóta forgangsréttar í þrotabú atvinnurekanda samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti. Umsamdar greiðslur atvinnurekanda í sjúkra- orlofs- og styrktarsjóði njóta lögtaksréttar og eru aðfararhæfar án undangengins dóms samkvæmt 11. tl.1. gr. laga nr. 29/1885 um lögtak samanber  10. tölulið 1. gr. laga nr. 90/1989 um aðför.

Var efnið hjálplegt?