Réttindi og skyldur

Sú spurning vaknar oft hvaða réttaráhrif séu fólgin í því að vera í stéttarfélagi.  Hvaða máli það skiptir fyrir einstaklinginn að vera  í félagi eða utan og hver sé ávinningur af stéttarfélagsaðild. Einnig skiptir það miklu máli að launafólk geri greinarmun á því að vera fullgildur félagsmaður í stéttarfélagi eða aukafélagi. Fullgildir eru þeir félagsmenn sem sótt hafa formlega um aðild að félaginu meðan aukafélagar eru þeir sem greitt er af til félagsins skv. ákvæðum kjarasamninga án þess að hafa sótt formlega um aðild.

Fullgildir félagsmenn njóta allra þeirra réttinda og bera allar þær skyldur sem félagsaðild fylgir. Aukafélagar njóta allra sömu réttinda og þjónustu og fullgildir félagar annarra en atkvæðisréttar (kosningaréttar) og kjörgengis.

Umfjöllun þessa kafla á við um alla félagsmenn stéttarfélaga, bæði fullgilda og aukafélaga nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Tengt efni

Var efnið hjálplegt?