Mannréttindi

Atvinnufrelsi

Atvinnufrelsi manna telst til grundvallarmannréttinda. Í atvinnufrelsi felst fyrst og fremst að mönnum sé heimilt að velja sér lífsstarf svo sem hugur þeirra stendur til. Í 75. gr. Stjórnarskrár íslenska lýðveldisins segir að öllum sé frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefjist almannahagsmunir þess. Skuli í lögum kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.

Atvinnukúgun

Atvinnukúgun er ekki réttarlegt hugtak, en er notað um það þegar hömlur eru með ólögmætum og ómálefnalegum hætti lagðar á atvinnufrelsi manna. Hugtakið er notað um þvingun sem á rætur sínar í óréttmætri mismunun, oft af félagslegum toga, svo sem ef litarháttur fólks eða kyn er látið ráða um störf.

Skoðanafrelsi launafólks

Samkvæmt 4. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 er atvinnurekendum, verkstjórum og öðrum trúnaðarmönnum atvinnurekenda óheimilt að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir verkamanna sinna, afstöðu þeirra og afskipti af stéttar- eða stjórnmálafélögum eða vinnudeilum með

Mannréttindaákvæði í alþjóðlegum sáttmálum

Í mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að er víða fjallað um rétt manna til að vera frjálsir af skoðunum sínum, um tjáningarfrelsi og um rétt manna til að stofna stéttarfélög og til frjálsrar aðildar að stéttarfélögum. Víðast eru þessi ákvæði aðgreind og tryggja ekki vernd gegn atvinnukúgun nema að þau séu túlkuð saman ef undan er skilin samþykkt ILO nr. 98.

Var efnið hjálplegt?