Stéttarfélög

Stéttarfélög eru frjáls félagasamtök launafólks hvers kjarnahlutverk er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og launafólks almennt gagnvart atvinnurekendum og samtökum þeirra m.a. með gerð kjarasamninga. Þau eru félög sérstaks eðlis og njóta verndar í stjórnarskrá, lögum og alþjóðasamþykktum sem Ísland á aðild að. Þau hafa að lögum mikilvægi hlutverki að gegna á vinnumarkaði, í afkomu launafólks og í efnahagslífi hverrar þjóðar. Gagnvart atvinnurekendum og samtökum þeirra hafa þau heimild en jafnframt skyldu til sameiginlegrar samningsgerðar (kjarasamningsgerðar ) um starfskjör launafólks og jafnframt heimild til þess að beita valdi (verkföllum) til þess að þvinga fram lögmætar kjarakröfur. Hefðbundin starfsemi stéttarfélaga miðar að því að treysta afkomu og öryggi launafólks og skiptir um leið efnahag fyrirtækja og þjóðarbús miklu.

Tengt efni

Var efnið hjálplegt?