Gildistími

Kjarasamningum er almennt ætlað að gilda í tiltekinn tíma. Eðli þeirra lýtur að samskiptum ótiltekins hóps manna, og þeim hópi er það mikilvægt að festa sé í samskiptum. Ennfremur verður að gefast kostur á að breyta ákvæðum kjarasamninga og því hafa mótast um gildi kjarasamninga ákveðnar venjur. Sjónarmið um lengd og festu ráðast að nokkru leyti af ástandi efnahagsmála, verðbólguþróun og stöðugleika. Sé þensla á vinnumarkaði hefur það í för með sér örari breytingar á kjarasamningum en gerist á þrengingartímum. Yfirleitt er kveðið á um það í kjarasamningi til hvaða tíma hann er gerður, með hvaða hætti hann er uppsegjanlegur, eða hvort hann er tímabundinn og falli úr gildi án sérstakrar uppsagnar.

Í aðalkjarasamningum landssambanda innan ASÍ eru iðulega kveðið á um að kjarasamningurinn gildi til ákveðins dags og falli þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. Sé ekkert kveðið á um þetta í samningunum sjálfum kveða lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 á um það hvernig með skuli fara.

Tengt efni

Var efnið hjálplegt?