Veikindi barna

Meginregla vinnuréttar er sú að veikindaréttur stofnast vegna eigin veikinda en ekki annarra. Reglur kjarasamninga um sérstakan veikindarétt vegna veikra barna er undantekning þar frá. Í almennum  kjarasamningum (2015) segir: „Fyrstu sex mánuði í starfi hjá vinnuveitanda er foreldri heimilt að verja tveimur dögum fyrir hvern unninn mánuð til aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið. Eftir 6 mánaða starf verður rétturinn 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Foreldri heldur dagvinnulaunum sínum, svo og vaktaálagi þar sem það á við. Með vísan til reglna um greiðslur vegna veikinda barna, er það sameiginlegur skilningur aðila, að með foreldri sé einnig átt við fósturforeldri eða forráðamann, sem er framfærandi barns og komi þá í stað foreldris.“  Þessi veikindaréttur er sjálfstæður og dregst ekki frá almennum veikindarétti vegna eigin veikinda.

Var efnið hjálplegt?