Skoðanafrelsi launafólks

Samkvæmt 4. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 er atvinnurekendum, verkstjórum og öðrum trúnaðarmönnum atvinnurekenda óheimilt að reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir verkamanna sinna, afstöðu þeirra og afskipti af stéttar- eða stjórnmálafélögum eða vinnudeilum með

  1. uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn, 
  2. fjárgreiðslum, loforðum um hagnað eða neitunum á réttmætum greiðslum.

Ákvæðið tryggir skoðanafrelsi launafólksins, og þar með félagafrelsi þess. Sjá nánar um þetta hér.  

Var efnið hjálplegt?