Undanþágur

Lög um hópuppsagnir gilda ekki um:

Tímabundna ráðningarsamninga/verkefnabundnar ráðningar

Uppsagnir ráðningarsamninga sem gerðir hafa verið til ákveðins tíma eða vegna sérstakra verkefna falla ekki undir gildissvið laganna, nema uppsagnir slíkra samninga eigi sér stað áður en þeir samningar renna út eða verkefni lýkur.

Áhafnir hafskipa

Sjómenn á fiskiskipum, flutningaskipum eða öðrum hafskipum falla ekki undir lögin. Starfsmenn útgerðaraðila í landi falla hins vegar undir lögin.

Starfsemi fyrirtækis stöðvast vegna dómsúrskurðar 

Hér átt við það að starfsemi fyrirtækis hafi stöðvast sökum þess að bú þess hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt úrskurði héraðsdóma. Um takmarkaða undanþágu frá gildissviði laganna er að ræða. Í fyrsta lagi felur hún það í sér að ákvæði laganna um að uppsagnir taki ekki gildi fyrr en 30 dögum eftir að tilkynning um þær berst til vinnumiðlunar gildir ekki við þessar aðstæður. Þá þarf ekki að tilkynna vinnumiðlun um uppsagnir sem gripið er til í kjölfar úrskurðar um gjaldþrotaskipti, nemi hún fari sérstaklega fram á það sjálf.  Meginákvæði laganna um upplýsinga- og samráðsskyldu atvinnurekanda gilda hins vegar eftir því sem við á við þessar aðstæður.

Var efnið hjálplegt?