Réttarheimildir

Stundum er að finna heimildir um vanefndir og brottvikningar í kjarasamningum og lögum. Í ráðningarsamningum geta einnig verið ákvæði um vanefndir sérstaklega ef gerðar eru strangar kröfur um trúnað aðila. En þó engin ákvæði sé að finna í þessum heimildum er þessi réttur til staðar og grundvallast hann á almennum reglum samningaréttarins og hefur skapast ákveðin dómaframkvæmd um hann hér á landi. Það er megin réttarheimildin á þessu sviði.

Tengt efni

Var efnið hjálplegt?