Starfsmannaleigur

Með starfsmannaleigu er átt við sjálfstætt starfandi einstakling eða félag sem samkvæmt sérstökum þjónustusamningi leigir út starfsmenn sína gegn gjaldi til að sinna störfum á vinnustað notendafyrirtækis undir verkstjórn þess síðarnefnda. Með þessum hætti verður til þríhliðasamband. Um starfsmannaleigur, starfsmenn þeirra og skyldur notendafyrirtækja er fjallað í lögum nr. 139/2005. Markmið laganna er að tryggja að laun og önnur starfskjör starfsmanna starfsmannaleigna sem starfa á innlendum vinnumarkaði séu í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og kjarasamninga sem gilda á vinnumarkaði hérlendis.

Frumráðningarsambandið er við starfsmannaleiguna sem greiðir þessum starfsmönnum sínum laun. Í lögunum er sérstaklega kveðið á um að starfsmaður starfsmannaleigu skuli á þeim tíma sem hann sinnir störfum fyrir notendafyrirtæki að lágmarki njóta sömu launa og annarra starfskjara og hann hefði notið hefði hann verið ráðinn beint til notendafyrirtækisins til að gegna sama starfi. Samkvæmt 4.gr. b í fyrrgreindum lögum ber notendafyrirtækið ásamt með starfsmannaleigunni, óskipta ábyrgð á grundvelli þjónustusamnings á vangoldnum lágmarkslaunum sem og öðrum vangreiðslum starfsmanna starfsmannaleigu. Þessi „keðjuábyrgð“ tók gildi með lagabreytingum að undirlagi ASÍ og með samkomulagi við SA á árinu 2018 og gildir ábyrgð bæði gagnvart erlendum og innlendum starfsmannaleigum og nær jafnframt allra atvinnugreina.

Samkomulag ASÍ og SA um starfsmannaleigur má lesa í heild sinni hér.

Var efnið hjálplegt?