Ráðningarkjör og réttindi

Fjarvinnustarfsmenn  skulu njóta sömu réttinda og sambærilegum starfsmönnum í starfsstöð launagreiðanda eru tryggð samkvæmt lögum og  kjarasamningum.  Hins vegar kann, til að taka tillit til sérstöðu fjarvinnunnar, að vera nauðsynlegt að gera viðbótar kjara- og/eða einstaklingsbundna samninga.

Sömu skilyrði gilda um þátttöku þeirra og framboð í kosningu í þeim  stofnunum sem koma fram fyrir hönd starfsmanna. Fjarvinnustarfsmenn eru taldir með við útreikning og ákvörðun viðmiðunarmarka stofnana (ráða) sem koma fram fyrir hönd starfsmanna í samræmi við lög, kjarasamninga eða venju. Tilgreina skal í upphafi hvaða einingu innan fyrirtækis launamaður tengist til að hann geti notið kjarasamningsbundinna réttinda sinna. 

Engar hömlur má leggja á samskipti fjarvinnustarfsmanna við trúnaðarmenn og trúnaðarmönnum skulu veittar upplýsingar og við þá haft samráð í samræmi við lög, kjarasamninga og venju  þegar fjarvinna er tekin upp.

Var efnið hjálplegt?