Starfsmaður

Óski starfsmaður eftir breytingum á ráðningarkjörum sínum þarf hann að semja um þær breytingar við atvinnurekanda. Náist samkomulag um breytinguna nær samkomulagið einnig oftast til þess hvenær breytingin tekur gildi. Ef svo er ekki getur starfsmaður þurft að una því að breytingin taki ekki gildi fyrr en að uppsagnarfresti loknum. Algengustu óskir starfsmanna um breytingar á ráðningarkjörum eru óskir um launahækkanir.

Var efnið hjálplegt?