Rafræn vöktun

Algengasta inngrip inn í friðhelgi einkalífs einstaklinga á vinnumarkaði er með svokallaðri rafrænni vöktun atvinnurekanda. Skilyrði fyrir því að rafræn vöktun sé heimil er að atvinnurekandi hafi kynnt starfsfólki sínu vöktunina, frætt það um eðli og umfang hennar og viðeigandi svæði vinnustaðarins séu merkt sérstaklega þar sem rafræn vöktun á sér stað. Um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem til verða við hana, gilda sérstakar reglur nr. 837/2006. Jafnframt birtir Persónuvernd á vef sínum ítarlega leiðsögn (sjá hér) um hvernig haga skuli rafrænni vöktun á vinnustöðum. Álitið er birt í tíð eldri laga frá árinu 2000 en engu að síður standa enn öll þau meginsjónarmið sem þar eru rakin.

Rafræn vöktun er vöktun, sem er viðvarandi eða endurtekin reglulega, og felur í sér eftirlit með einstaklingum með sjálfvirkum eða fjarstýrðum búnaði, m.a. á vinnustöðum. Rafræn vöktun þarf ekki endilega að leiða til vinnslu persónuupplýsinga til þess að falla undir skilgreiningu laganna.

Tengt efni

Var efnið hjálplegt?