Skattskil á orlofsgreiðslum

Sköttum á að skila af orlofslaunum eins og öðrum launum. Venjulega er það gert þegar launagreiðandi greiðir launamanni orlofslaunin, annað hvort við upphaf orlofstöku eða á gjalddaga launa meðan launamaður er í fríi. Ef launagreiðandi leggur orlofslaun inn á banka verður hann að reikna staðgreiðsluna á orlofið þegar það er lagt inn. Bankinn sér ekki um að skila sköttum til yfirvalda. Skyldan til þess hvílir á launagreiðandanum. Venjulega er þá orlofið lagt á banka að frádreginni staðgreiðslu skatta. Einnig er heimilt að leggja orlofslaunin óskert inn á banka en taka staðgreiðsluna af launum starfsmannsins. Vextir á orlofslaun sem lögð eru inn á banka bera fjármagnstekjuskatt.

Var efnið hjálplegt?