Útreikningur orlofslauna

Samkvæmt 7. gr. orlofslaga reiknast orlofslaun við hverja launagreiðslu þannig að af heildarlaunum reiknast orlofslaunahlutfall viðkomandi starfsmanns að lágmarki 10,17% miðað við lágmarksorlof. Við hverja launagreiðslu skal finna út hvað starfsmaður hefur áunnið sér mikið orlof með því að umreikna það í orlofsstundir. Þetta er gert með því að reikna út orlofslaunin og deila síðan í þau með dagvinnutímakaupi. Þannig er orlofið í reynd kauptryggt, starfsmaðurinn fær orlof greitt samkvæmt þeim launum sem hann er á þegar hann fer í orlof og eru orlofsstundir fyrir tímabilið 1. maí til 30. apríl árið eftir margfaldaðar með þeim dagvinnulaunum sem þá gilda.   
 
Dæmi: Maður hafði í laun í júní 2006 kr. 150.000 vegna dagvinnu, kr. 20.000 vegna vaktaálags og kr. 20.000 vegna yfirvinnu. Samtals hafði hann í laun í júní kr. 190.000 og 10,17% af þeirri fjárhæð er orlof eða kr. 19,323. Því er breytt í orlofsstundir með því að deila í það með gildandi dagvinnutímakaupi, sem er kr. 850 (upphæðin er hér notuð sem dæmi)  Þannig eru orlofsstundir vegna júní 22.73. Yfir orlofsárið gæti þessi maður hafa áunnið sér samtals 200 orlofsstundir. Þegar hann fer í orlof sumarið 2007 hefur tímakaupið breyst og er orðið kr. 870. Orlofslaun hans verða því 870 x 200 eða kr. 170.000.

Hafa verður í huga að orlofsprósentan getur verið mismunandi eftir kjarasamningum og starfsaldri.

Var efnið hjálplegt?