Útkall

Þótt starfsmenn ráði sig almennt til reglubundinna starfa getur það komið fyrir að þeir séu kallaðir til starfa utan reglubundins vinnutíma. Með útkalli er átt við það þegar starfsmaður er kallaður til vinnu óvænt og ófyrirséð í frítíma sínum. Um útköll er fjallað í kjarasamningum og lúta þau ákvæði fyrst og fremst að því hvað greiða skuli fyrir útköll. Í kjarasamningi SGS segir t.d. um útkall að þegar verkamaður er kvaddur til vinnu, eftir að yfirvinnutímabil er hafið, skuli hann fá greitt fyrir minnst fjórar klukkustundir, nema dagvinna hefjist innan tveggja klukkutíma frá því að hann kom til vinnu. Hafi verkamaður unnið allan daginn og fram að kvöldmatartíma og er kallaður út aftur eftir tvo tíma eða fyrr skal hann halda kaupi svo sem um samfelldan tíma hafi verið að ræða. Svipuð ákvæði er að finna í kjarasamningum annarra starfsstétta. Starfaður sem kallaður hefur verið út og lokið vinnu áður en greiðsluskyldu atvinnurekanda líkur en er kallaður út að nýju meðan hann er enn á launum vegna fyrra útkallsins fær greitt fyrir unna tíma en ekki fyrir nýtt útkall sbr. Féld. 5/2003.

Var efnið hjálplegt?