Frádráttur frá launum

Þegar heildarlaun starfsmanns fyrir ákveðið launatímabil, s.s. viku eða mánuð, hafa verið reiknuð út, ber atvinnurekanda áður en kemur að útborgun launa, að draga lög- og samningsbundnar greiðslur frá þeirri upphæð, s.s. vegna staðgreiðslu skatta, lífeyrisiðgjalda, félagsgjalda o.s.frv. Nettólaun er sú upphæð sem eftir stendur þegar slíkur frádráttur hefur verið framkvæmdur. Í þessum kafla er fjallað um það helsta sem draga má skv. framansögðu af launum starfsmanna. Atvinnurekendum ber síðan sjálfum að greiða ýmis iðgjöld önnur til hinna ýmsu sjóða á vinnumarkaði og er fjallað um þau í kaflanum "Sjóðir stéttarfélaga".

Tengt efni

Var efnið hjálplegt?