Ábyrgðartímabil

Ábyrgðartímabil – síðustu 18 mánuðir fyrir úrskurðardag 

Ábyrgð sjóðsins tekur til krafna sem taldar eru upp í 5. gr. laganna og fallið hafa í gjalddaga á síðustu 18 mánuðum fyrir úrskurðardag eða réttur hefur unnist til á því tímabili.

Heimilt er að miða ábyrgðartímabil við frestdag ef sú niðurstaða er hagstæðari fyrir kröfuhafa.

Kröfur utan ábyrgðartímabils

Í sérstökum undantekningartilvikum er sjóðnum heimilt að ábyrgjast kröfur sem gjaldfallið hafa utan ábyrgðartímabils samkvæmt framansögðu, að því tilskildu að eðlilega hafi verið staðið að innheimtu þeirra. Beiting þessarar heimildar skal þó ekki hafa í för með sér að ábyrgðartímabil verði lengra en 18 mánuðir.

Var efnið hjálplegt?