Leyfi frá störfum

Undir vissum kringumstæðum kann sú staða að koma upp að af tæknilegum ástæðum er óæskilegt eða ekki unnt að fela starfsmanninum önnur verkefni eða ekki er unnt að fara fram á það með gildum rökum svo að sanngjarnt geti talist. Þá skal veita starfsmanninum leyfi frá störfum í svo langan tíma sem nauðsynlegt er til að vernda öryggi hans og heilbrigði. Atvinnurekanda er heimilt að leita umsagnar Vinnueftirlits ríkisins áður en ákvörðun er tekin um veitingu leyfis. Ef veita þarf þungaðri konu leyfi frá störfum á hún rétt á greiðslum skv. 13. gr. fæðingarorlofslaga og reglugerð um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks.

Var efnið hjálplegt?