Bann við vinnu og næturvinna

Í reglugerð nr. 931/2000 er kveðið á um að atvinnurekanda sé óheimilt að skylda þungaðan starfsmann til að vinna störf sem mat hefur sýnt að gætu verið hættuleg vegna mengunar eða vinnuskilyrða og gætu þannig stefnt öryggi eða heilbrigði hans eða ófædds barns hans í voða. Þar er einnig skýrt kveðið á um að óheimilt sé að skylda starfsmann til að vinna að næturlagi á meðgöngutíma og jafnframt í allt að sex mánuði eftir barnsburð, enda sé slíkt nauðsynlegt vegna öryggis og heilbrigðis hans og hann staðfest það með læknis- vottorði.

Í 6. gr. reglugerðar 931/2000 stendur að óheimilt er að skylda þá starfsmenn sem reglugerðin fjallar um til að vinna að næturlagi á meðgöngutíma og jafnframt í allt að sex mánuði eftir barnsburð, enda sé slíkt nauðsynlegt vegna öryggis og heilbrigðis hennar og hún staðfesti það með læknisvottorði.

Þá skal veita starfsmanni leyfi frá störfum í svo langan tíma sem nauðsynlegt er til að vernda öryggi hans og heilbrigði ef:

  1. Af tæknilegum ástæðum óæskilegt eða ekki unnt að breyta vinnutíma starfsmanns, eða
  2. Ekki er unnt að fara fram á það með gildum rökum svo að sanngjarnt geti talist að breyta vinnutíma starfsmanns

Sé starfsmanninum veitt slíkt leyfi á hann rétt á greiðslum í samræmi við 13. gr. fæðingarorlofslaga og reglugerð um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og greiðslu fæðingarstyrks.

Var efnið hjálplegt?