Fæðingarstyrkur til foreldris utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi

Í 18. gr. fæðingarorlofslaga er fjallað um fæðingarstyrks til foreldra sem eru annað hvort utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi. 25% starf samsvarar minna en 43 klukkustundum á mánuði skv. lögunum eða það sem myndi teljast til 25% starfs skv. kjarasamningi.

Skilyrðin fyrir því að öðlast slíkan styrk er að foreldri hafi átt lögheimili á Íslandi síðustu 12 mánuði fyrir fæðingu barns og eigi lögheimili hélendis við fæðingu barns, ættleiðingu eða varanlegt fóstur.

Þá miðast rétturinn, líkt og fæðingarorlof þeirra í hærra starfshlutfalli, við að hvert foreldri fyrir sig fái 3 mánuði í fæðingarorlofs og að sá réttur sé óframseljanlegur. Jafnframt eiga foreldrar sameiginlegan rétt á fæðingarstyrk í 3 mánuði til viðbótar sem annað foreldri getur fengið í heild eða foreldrar skipt honum með sér.

Var efnið hjálplegt?