Fæðingarstyrkur til foreldra í fullu námi

Þá eiga foreldrar sem eru í fullu námi einnig rétt á fæðingarstyrk.

Til þess að eiga rétt á slíkum styrki þurfa foreldrar að hafa verið í fullu námi a.m.k. sex mánuði á síðustu tólf mánuðum fyrir fæðingu barns. Foreldri skal leggja fram staðfestingu frá viðkomandi skóla um að það hafi

Uppfylla foreldrar það skilyrði eiga þau sjálfstæðan rétt til fæðingastyrks í allt að 3 mánuði hvort um sig. Er þessi réttur óframseljanlegur. Þar að auki eiga foreldrar sameiginlegan rétt á fæðingarstyrk í þrjá mánuði til viðbótar sem annað foreldri getur fengið í heild sinni eða foreldrar skipt með sér eins og þeim sýnist.

Var efnið hjálplegt?