Ákveðnir hópar starfsmanna

 

Hér eru hafðar saman þrjár tilskipanir sem eiga það sammerkt að stuðla að öryggi afmarkaðra hópa á vinnumarkaði sem stöðu sinnar vegna eru fyrirfram taldir eiga það frekar á hættu en aðrir hópar starfsmanna að verða fyrir slysum í tengslum við vinnu sína.

Tilskipun 91/383/EBE til að bæta öryggi og hollustuhætti starfsmanna í afleysingarstarfi eða tímabundnu starfi.

Tilskipun 92/85/EBE til að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir starfsmenn sem eru þungaðir, hafa nýlega alið börn eða hafa börn á brjósti.

Tilskipun 94/33/EB um vinnuvernd barna og ungmenna.

Var efnið hjálplegt?