Öryggisráðstafanir á vinnustöðum

 

Í þennan flokk falla tilskipanir sem mæla fyrir um ráðstafanir sem atvinnurekendum er skylt að grípa til í því skyni að tryggja öryggi starfsmanna vegna tiltekinna aðstæðna á vinnustað sem geta reynst þeim hættulegar eða varasamar.

Tilskipun 90/269/EBE um öryggi og hollustu þegar byrðar eru handleiknar og hætta er á að starfsmenn verði fyrir bakmeiðslum.

Tilskipun 89/655/EBE um tæki á vinnustöðum.

Tilskipun 89/656/EBE um persónuhlífar á vinnustöðum.

Tilskipun 90/270/EBE um öryggi og hollustu við skjávinnu.

Tilskipun 92/58/EBE um uppsetningu öryggis- og heilbrigðismerkja á vinnustöðum. 

Var efnið hjálplegt?