Útsendir starfsmenn - EES

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 96/71/EB  frá 16. desember 1996 um störf útsendra starfsmanna í tengslum við veitingu þjónustu.      

Tilskipunin á ensku.

Gildandi lög: Lög um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands og starfskjör starfsmanna þeirra nr. 45/2007.  Þessum lögum var breytt með þingmáli nr. 468 sem samþykkt var á Alþingi 8.6 2018. Með þeim var m.a. tekin upp keðjuábyrgð í mannvirkjagerð. Sjá ýtarlegt minnisblað ASÍ (06.2018) um lagabreytingarnar.  

Gildissvið. Tilgangur þessarar tilskipunar er að tryggja að starfsmenn fyrirtækja sem sendir eru til starfa tímabundið til annarra aðildarríkja njóti sambærilegra starfskjara og launafólk sem starfar að jafnaði í gistiríkinu. Með starfskjörum er átt við ákvæði um hámarksvinnutíma og lágmarkshvíldartíma, lágmarksfjölda launaðra frídaga á ári, laun ásamt yfirvinnukaupi, heilbrigði, öryggi og hollustuhætti á vinnustað, verndarráðstafanir með tilliti til skilmála og skilyrði fyrir ráðningu barnshafandi kvenna eða kvenna sem hafa nýlega fætt barn, ráðningu barna og ungmenna og jafna meðferð karla og kvenna og önnur ákvæði um jafnræði. Skilyrði er að starfsmaðurinn sé í ráðningarsambandi við fyrirtækið þann tíma hann starfar tímabundið í gistiríkinu.

Var efnið hjálplegt?