Alþjóðlegur vinnuréttur

Í þessum vefhluta er umfjöllun um alþjóðlegan vinnurétt bundin við þær reglur sem til verða á vettvangi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar ( ILO ). Ísland gerðist aðili að ILO árið 1945 og á vettvangi stofnunarinnar eru samþykktar alþjóðlegar reglur er varða m.a. réttindi og skyldur á vinnumarkaði, aðbúnað og hollustuhætti o.fl. Til þess að reglurnar fái gildi að alþjóðarétti, þarf hvert og eitt aðildarríki stofnunarinnar að staðfesta þær og til þess að þær öðlist gildi að landsrétti þarf að samþykkja þær með einum eða öðrum hætti inn í landsrétt viðkomandi ríkja. Ísland hefur staðfest 20 Samþykktir ILO (04.2008) og hefur þeim öllum verið hrint í framkvæmd hér á landi. Ýmist þannig að íslensk lög og reglugerðir hafa þegar verið í samræmi við Samþykktirnar ellegar að gerðar hafa verið nauðsynlegar breytingar á lögum eða reglugerðum.

Starfsemi ILO grundvallast á stjórnarskrá stofnunarinnar og meginmarkmið hennar eru tilgreind í svokallaðri Fíladelfíuyfirlýsingu frá 1944. Önnur mikilvæg yfirlýsing stofnunarinnar er yfirlýsing Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um grundvallarréttindi í atvinnulífinu, svo og árétting á framkvæmd. Jafnframt hefur Samþykktum ILO verið skipt upp í þrjá meginflokka. Í fyrsta lagi svokallaðar grundvallarsamþykktir sem fjalla um grundvallarréttindi á vinnumarkaði og eru taldar hafa gildi þó fyrir alla alþjóðavettvangi þó formleg staðfesting hafi ekki átt sér stað. Í öðru lagi svokallaðar forgangssamþykktir sem aðildarríkin eru hvött til þess að staðfesta og loks í þriðja lagi aðrar samþykktir en margar þeirra eru ekki taldar eiga við um atvinnulíf samtímans.

( Í vinnslu )

  • Grundvallarsamþykktir 
  • Forgangssamþykktir 
  • Allar samþykktir
  • Samþykktir staðfestar hér á landi
  • Norræna ILO samstarfið
Framkvæmd og eftirlit
  • A. Almennar reglur um staðfestingu og framkvæmd
  • B. Athugasemdir ILO um framkvæmd staðfestra samþykkta
  • C. Kærur á hendur íslenskum stjórnvöldum

Var efnið hjálplegt?